INNI fasteignasala s. 580 7905 - [email protected]
Sérlega vel skipulagt einbýlishús á einni hæð með þremur svefnherbergjum. Húsið sem byggt var árið 2022 stendur á fallegum útsýnisstað. Stofa og eldhús eru í opnu rými með parket á gólfi og útgengt á steypta verönd sem hugsuð er sem garðskáli sem mögulegt er að loka. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf. Á baðherbergi er sturta og handklæðaofn. Þrjú svefnherbergi eru í húsinu, öll með parket á gólfi og úr einu herbergi er útgengt í bakgarð. Þvottahús/geymsla er flísalagt sem og forstofa.
Gólfhiti með þráðlausum hitastýringum er í húsinu - varmadæla (loft í vatn).
Líklega mögulegt að fá hlutdeildarlán vegna kaupa á íbúðinni, þá þarf kaupandi að leggja fram 5% af kaupverði.
Nánar um hlutdeildarlán hér!