INNI fasteignasala s. 580 7905 - [email protected]
Virkilega falleg og vel skipulögð fjögurra herbergja endaíbúð í raðhúsi á einni hæð. Mögulegt að bæta við fjórða svefnherberginu.Stofa og eldhús eru í opnu rými með uppteknu lofti og útgengt í timburverönd bæði framan við hús og í bakgarði. Falleg innrétting er í eldhúsi. Sjónvarpshol er við hlið stofu en því væri hægt að breyta í fjórða svefnherbergið sé þörf á því. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf. Rúmgóð sturta er á baðherbergi sem og handklæðaofn. Þrjú svefnherbergi eru í húsinu, öll með parketi á gólfi og stór fataskápur er í hjónaherbergi. Flísar eru á gólfi í forstofu sem og þvottahús þar inn af. Í íbúðinni er nokkuð rúmgóð geymsla með parketi á gólfi og vel útbúin með hillum.
Hér er um að ræða sérlega fallega endaíbúð við suðurenda hússins með rúmgóðum herbergjum og fallega hönnuðum rýmum og ber þá sérstaklega að nefna stofu og eldhús sem er mjög vel heppnað með upptekið loft og útgengt á verönd bæði framan við hús og í bakgarð.