INNI fasteignasala s. 580 7905 - [email protected]
INNI fasteignasala, 580 7905, kynnir: Dalskógar 9, Egilsstaðir, einkasala. Glæsilegt hús á frábærum fjölskylduvænum stað stað. Komið er inn í flísalagða forstofu með tvöföldum fataskáp. Þar inn af er gangur/rými, einnig flísalagður. Strax þar til hægri er baðherbergi, flísar á gólfi og veggjum. Sturta er flísalögð með rennihurðum, mjög rúmgóð. Upphengt salerni, vaskur í innréttingu, spegill með ljósum, handklæðahengi og skápar. Næst er komið inn í þvottahús með flísalögðu gólfi, innréttingar, borðplata og vaskur. Útgengt úr þvottahúsi á sömu hlið og aðalinngangur. Í norðvesturhorni er eldhúsið, svartar flísar á gólfi, AEG eldhústæki, ofn í vinnuhæð, pláss fyrir tvöfaldan ísskáp sem getur fylgt ef um semst, góð innrétting með granít á bekkjum, borðkrókur. Eldhúsborðið er fast og fylgir með. Í stofu er parket á gólfi, en stofa skiptist í borðstofu, hefðbundna stofu og setustofu með arni. Gott flæði á milli þessara rýma.
Gengið er upp flísalagðan stiga á efri hæð. Þar er komið í stórt parketlagt hol með stórum kvisti og mikilli birtu. Í suður- og norðurhlið eru sitt hvort tvö herbergin, alls fjögur, og fyrir miðju til austurs er baðherbergið. Hjónaherbergi er með fimmfaldan góðan fataskáp, gengt út á stórar svalir meðfram allri suðurhliðinni og góðu útsýni yfir garðinn. Allt rúmgóð herbergi, að hluta undir súð. Parket lítur ágætlega út, helst í holi þar sem það virðist farið að láta á sjá. Á baði er baðkar, töluverðir skápar, stór spegill með lýsingu.
Skipt hefur verið um allar hita- og vatnslagnir í húsinu.
Bílskúr er með rafdrifinni hurð, flísalagður, uppteknu lofti að hluta, geymslurými að öðru leyti. Vinnuborð innst, vaskur í innréttingu nálægt bílskúrshurð. Manngeng hurð á vesturhlið, beint á móti aðalinngangi í íbúðarhúsið. Skipt hefur verið um þakplötur, sett stallað ál og sérstakur þykkur þakpappi.
Bílastæði, rými milli bílskúrs og húss og fyrir aftan bílskúr er hellulagt. Geymsluskúr stendur í garði fyrir aftan bílskúr. Góður pallur út af stofu, með heitum potti. Að vestanverðu eru flísar meðfram húsinu, skjólveggur að götu. Snyrtilegur garður.