Kambur 8, 765 Djúpivogur
61.000.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á einni hæð
5 herb.
166 m2
61.000.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1974
Brunabótamat
59.500.000
Fasteignamat
35.900.000

INNI fasteignasala s. 580 7905 -  [email protected]
 

Talsvert endurnýjað einbýlishús á einni hæð með frístandandi bílskúr og fjórum til fimm svefnherbergjum (eitt herbergi í bílskúr). Baðherbergi er alveg nýtt, endurnýjað 2025, eldhús endurnýjað fyrir ca. 10 árum og þakjárn á svipuðum tíma. Vel staðsett eign og gott útsýni. Í bakgarði er ný timburverönd sem eftir er að leggja lokahönd á.
Stofa og borðstofa eru í opnu rými með útgengt á verönd. Í eldhúsi er flott og rúmgóð Brúnás-innrétting og Hydrocork gólfefni. Inn af eldhúsi er bæði þvottahús og geymsla. Útgengt er úr þvottahúsi í bakgarð. Gestasalerni er flísalagt. Á herbergjagangi er parket en allt parket í húsinu er nýlegt. Fjögur svefnherbergi eru í húsinu, öll með parketi á gólfi og fataskápar eru í þremur herbergjum. Fimmta herbergið hefur verið útbúið í bílskúr. Baðherbergi er allt endurnýjað. Þar eru flísar á gólfi og hiti er í gólfinu. Á veggjum eru Fibo-baðplötur. Á baðherbergi er sturta og handklæðaofn.
Bílskúr er byggður 2009, hann er nokkuð hefðbundinn en aftast í bílskúr hefur verið útbúið svefnherbergi. Eftir er að klára að einangra bílskúr og m.a. er allt þak óeinangrað.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.