INNI fasteignasala s. 580 7905 - [email protected]
Mikið endurnýjuð tveggja herbergja íbúð á 1. hæð í vel staðsettu fjölbýlishúsi í miðbæ Egilsstaða. Húsið er ætlað fyrir 60 ára og eldri. Lyfta er í húsinu.
Ný gólfefni á allri íbúðinni, ný og glæsileg Brúnás-innrétting í eldhúsi og baðherbergi allt endurnýjað.Forstofa er opin með parketi á gólfi og fataskáp. Parket er einnig í stofu og þaðan er útgengt á svalir. Í eldhúsi er parket og ný Brúnás innrétting. Baðherbergi er allt endurnýjað með dúk á gólfi og fíbó-plötum á veggjum. Á baðherbergi er sturta og handklæðaofn. Parket er á gólfi í svefnherbergi og þar er þrefaldur fataskápur.
Sameiginleg þvottahús eru á öllum hæðum hússins.
Geymsla sem tilheyrir íbúðinni er í kjallara.