INNI fasteignasala s. 580 7905 - [email protected]
Einbýlishús á einstaklega fallegum útsýnisstað á Eskifirði. Fimm svefnherbergi og rúmgóð stofa með útgengt á svalir. Húsið er almennt í fremur góðu ástandi.Íbúðarhluti hússins er á efri hæð en á neðri hæð er 91,2 m² rými með góðri lofthæð og þó rýmið sé fremur hrátt í dag þá var það í upphafi hugsað sem sér íbúð og blasir sá möguleiki við þegar neðri hæð er skoðuð.
Á efri hæð er flísalögð forstofa en parket á holi í miðju íbúðarrýminu. Úr stofu/borðstofu er frábært útsýni og þaðan er útgengt á svalir. Teppi er á gólfi í stofu. Í eldhúsi er upprunaleg innrétting (í góðu lagi) og þar er parket á gólfi. Inn af eldhúsi er bæði búr og þvottahús. Fimm svefnherbergi eru á hæðinni, öll með parket á gólfi en eitt herbergið er vissulega lítið og nýtist kannski helst sem vinnuherbergi eða skrifstofa. Flísar eru á baðherbergi og þar er sturta.
Mjög fínt hús með 140,2 m² efri hæð, fullbúin íbúð með 4-5 svefnherbergjum og 91,2 m² neðri hæð sem tilvalið er að innrétta sem sér íbúð.