Kolbeinsgata 11, 690 Vopnafjörður
18.900.000 Kr.
Fjölbýli
8 herb.
178 m2
18.900.000
Stofur
2
Svefnherbergi
6
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1953
Brunabótamat
64.300.000
Fasteignamat
20.750.000

INNI fasteignasala s. 580 7905 -  [email protected]
 

Einbýlishús á tveimur hæðum, húsið er skráð 178 m² og er byggt árið 1953.
Skipting eignar: Efri hæð skiptist í forstofu, gang, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, stofu, eldhús og lítið búr. Neðri hæð skiptist í gang, þrjú svefnherbergi, stofa, baðherbergi, þvottahús og geymslu.
Nánari lýsing: Komið er inn í forstofu með panil á öllum veggjum og flísum á gólfi. Gangur er dúkalagður. Stofa er björt og rúmgóð með tveimur gluggum. Eldhús er með flísum á gólfi og panil á vegg í borðkróki. Eldhúsinnrétting er ca 10 ára gömul og lítur vel út. Inn af eldhúsi er lítið búr með teppi á gólfi. Þrjú svefnherbergi eru á efri hæð, tvö þeirra með parketi á gólfi og eitt dúkalagt. Á neðri hæð er komið inn í hol og þaðan á gang, gólf er steypt. Salerni er með dúk á gólfi. Þrjú parketlögð svefnherbergi eru á neðri hæð. Í þvottahúsi eru steypt gólf, sturtuklefi, vaskur, hitakútur, þvottavél og þurrkari. Annar inngangur er að húsinu á neðri hæð en þar er þörf á að skipta um útidyrahurð. Stofa er parketlögð og með tveimur gluggum.
Pallur með skjólvegg er við húsið við inngang á neðri hæð. Húsið var málað að utan fyrir ca 5 árum síðan. Sjá má sprungur í tröppum upp að húsi og ryð í handriði. Eins eru sprungur í steypu á einni hlið hússins en þar hefur jarðvegurinn verið grafinn upp og sett dúkur og möl.
Í húsinu eru hurðakarmar fremur lágir eða um 1.90cm á hæð. Inni hurðar eru upprunalegar. Á efri hæð eru vatnsofnar og á þeirri neðri eru rafmagnsofnar. Vatnslagnir fyrir kalt og heitt vatn eru nýlegar en ofnalagnir eru upprunalegar. Þakið lítur nokkuð vel út, er ekki að sjá ryð og ekki orðið vart við leka. Neðri hæð hússins þarfnast endurbóta og viðgerða þar sem finna má rakaskemmdir á nokkrum stöðum.

 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.