INNI fasteignasala s. 580 7905 - [email protected]
Til sölu eru fasteignin Grænanes bær, fastanúmer 253-1529, Fjarðabyggð, sem er skammt innan við þéttbýlið í Neskaupstað. Eignin stendur á 3,8 ha leigulandi með landnúmeri 237179 sem er eign Ríkissjóðs Íslands, kt. 540269-6459 en gerður verður sérstakur lóðaleigusamningur við kaupendur húsanna. Fyrirhugað er að selja húsakostinn á leigulóð til 50 ára og bjóða kaupandanum að fá jörðina sjálfa eða hluta hennar leigða til 10 ára í senn hafi hann áhuga á því.
Bærinn stendur a fallegum og friðsælum stað á leigujörð og er þaðan fallegt útsýni. Einbýlishúsið er á tveimur hæðum og er íbúaðarhluti hússins á efri hæð með þremur svefnherbergjum. Á neðri hæð er kjallari með þvottahúsi og geymslu. Ekki er full lofthæð í kjallara. Um er að ræða gamalt íbúðarhús jarðarinnar ásamt afar lélegum útihúsum.
Húsið er almennt í slæmu ástandi, bæði utan og innan, og kallar á miklar endurbætur til að gera húsið íbúðarhæft. Einnig eru útihúsin í slæmu ásigkomulagi og jafnvel ónýt. Grænanesvegur nr. 9519 liggur að leigulóðinni.
Tilboðum í eignina verður svarað í fyrsta lagi 21 dag eftir að eignin fer í auglýsingu.
Vakin er athygli á því að jörðin er friðlýst sem hluti Gerpissvæðið (Landslagsverndarsvæði).
Umhverfisstofnun | Gerpissvæðið (ust.is)
Gerpissvæðið_skilmálar.pdf (ust.is)