Strandgata 64 101, 735 Eskifjörður
34.500.000 Kr.
Fjölbýli
3 herb.
130 m2
34.500.000
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1960
Brunabótamat
55.750.000
Fasteignamat
28.000.000

INNI fasteignasala s. 580 7905 -  [email protected]
 

Glæsileg þriggja herbergja íbúð á þremur hæðum með frábært útsýni yfir fjörðinn. 
Á jarðhæð er forstofa með flísar á gólfi. Þar er fallegt baðherbergi með flísum og fíbó-plötum á veggjum. Sturta er á baðherbergi. Þvottahús og geymsla eru á jarðhæð. Hiti er í öllum gólfum á jarðhæð. 
Stofa og eldhús eru í opnu og fallegu rými á miðhæð. Þar er parket á gólfi og útgengt á svalir með einstaklega fallegu útsýni yfir fjörðinn þar sem Hólmatindur blasir við sem og Hólmanes og Hólmaborg.
Á þriðju hæð er vel útbúið baðherbergi með flísum á gólfi og þremur veggjum en hlýlegt parket á einum vegg. Á baðherbergi er baðkar með sturtu í og handklæðaofn. Hiti er í gólfi á baðherbergi. Tvö svefnherbergi eru í hæðinni, bæði með parket á gólfi og útgengt er á svalir úr öðru herberginu. Útsýni úr herbergjum og af svölum er auðvitað magnað eins og úr öðrum rýmum íbúðarinnar sem snúa að sjónum. 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.