INNI fasteignasala s. 580 7905 - [email protected]
Glæsileg og vel skipulögð fjögurra herbergja endaíbúð í raðhúsi á einni hæð. Fullbúin og nýleg eign sem byggð var árið 2021.Stofa og eldhús eru í opnu og björtu rými með parket á gólfi. Falleg og rúmgóð innrétting er í eldhúsi. Úr stofu og eldhúsi er útgengt á steypta verönd í bakgarði. Öll tæki í eldhúsi fylgja með í kaupunum s.s. ísskápur, uppþvottavél, örbylgjuofn og vínkælir. Baðherbergi er flísalagt (gólf og hluti veggja), þar er mjög fín baðinnrétting ásamt innréttingu fyrir þvottavél og þurrkara. Á baðherbergi er rúmgóð sturta. Þrjú svefnherbergi eru í íbúðinni, öll með parket á gólfi og fataskápar eru í öllum herbergjum.
Í forstofu er stór skápur og flísar á gólfi. Flísar eru líka á gólfi í geymslu. Hiti er í öllum gólfum.
Mjög fín eign enda nánast ný - byggt 2021.