Réttarkambur 7, 701 Egilsstaðir
105.000.000 Kr.
Fjölbýli
6 herb.
336 m2
105.000.000
Stofur
1
Svefnherbergi
5
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
2005
Brunabótamat
129.700.000
Fasteignamat
33.950.000

INNI fasteignasala s. 580 7905 -  [email protected]
 

Tveggja hæða einbýlishús með tveimur pöllum og með bílskúr og garðhúsi á Hallormsstað. Virkilega falleg og skemmtileg eign.
Gengið er inn á efri hæðina sem er í götuhæð. Komið er inn í flísalagt opið forstofurými með fjórföldum fataskáp. Til vinstri er þvottahús með vaski og þvottavél og þurrkara í góðri vinnuhæð í innréttingu. Útgengt er úr þvottahúsi.Til hægri úr forstofu er komið á herbergjagang með gegnheilu parketi. Þar er gott baðherbergi með flísum á gólfi, handklæðaofni, upphengdu salerni, innréttingu, sturtu sem er flísalögð og sauna klefa. Frá baðherbergi er útgengt niður stiga að palli með heitum potti. Þrjú herbergi eru á ganginum, tvö svipað stór og eitt minna, með plastparketi á gólfum. Úr einu herbergjanna er útgengt á góðan pall. Þá er stigi frá forstofu upp í fjórða herbergið sem er í kvisti og er einskonar hjónasvíta. Þar er harðparket á gólfi og útgengt á svalir. Innaf hjónasvítunni er lítið salerni með flísum á gólfi, handklæðaofni, sturtu og lítilli innréttingu.
Eldhús og borðstofa eru í rúmgóðu opnu rými með harðparketi á gólfum. Í eldhúsi er uppþvottavél, ofn í vinnuhæð, eldavél og fín innrétting með eyju. Við hiliðina á eldhúsi er skrifstofu herbergi með sama gólfefni. Þá er gengið niður stiga í rúmgóða stofu með harðparketi á gólfi, kamínu og útgengt er á pall með heitum potti. Pallurinn er stór og með góðum skjólvegg. Einnig er útgengt niður stiga á pallinn úr eldhús- og borðstofurými.
Inn af forstofu er gengt niður stiga á flísalagt hol og búið er að stúka af geymslu undir stiga. Þá eru fjórar hurðar, þar af ein eldvarnarhurð inn í bílskúr. Bílskúr er rúmgóður með steyptu gólfi og máluðu að hluta og er bílskúrshurð rafdrifin. Á vinstri hönd er studio íbúð með stofu, eldhúsinnréttingu og svefnaðstöðu. Þar er einnig nokkuð rúmgott baðherbergi með flísum á gólfi, uppteknu salerni, inrréttingu, sturtuklefa og tengi fyrir þvottavél. Einnig er á hæðinni inntaksrými með flísum á gólfi og hillum. Þar er rafmagnstaflan, gólfhitakerfi og 400 lítra neysluvatsnkútur. Gólfhiti er í húsinu en þó ekki í svefnherbergjum.
Garður er fallegur og vel gróinn. Húsið er innst í götunni og umhverfið í kring afar fallegt. Gott garðhús sem og geymsluskýli eru á lóðinni.
Um margt einstök eign á einstökum stað í hjarta Hallormsstaðaskógar.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.