Útnyrðingsstaðir , 701 Egilsstaðir
Tilboð
Sumarhús
3 herb.
67 m2
Tilboð
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2005
Brunabótamat
31.800.000
Fasteignamat
21.400.000

INNI fasteignasala s. 580 7905 -  [email protected]
 

Einstakur þriggja herbergja braggabústaður með stórum palli á 0,4ha lóð á Útnyrðingsstöðum ca. 7 km fyrir utan Egilsstaði.
Vegur er uppað bústaðnum þar sem aðkoma er mjög falleg og bústaðurinn stendur glæsilega. 
Aðalinngangur er aftan við húsið þar sem er stór pallur sem nær yfir nánast þrjár hliðar hússins. Gengið er inn í flísalagða forstofu með fatahengi en þar þyrfti að lagfæra undirlag gólfsins. Innaf forstofu er baðherbergi með sturtuklefa, þar eru einnig flísar á gólfi. Úr forstofu er gengið í bjart og opið eldhús- og stofurými. Eldhúsinnrétting lítur vel út með fínu skápaplássi og viftu. Tvö herbergi eru innaf rýminu, annað stærra og hitt minna. Rakaummerki eru í stærra herberginu þar sem sturtuklefi er hinumegin við vegginn en búið er að koma í veg fyrir rakann og þau eru því gömul. Stórir gluggar eru í stofu, þar er arinn og einnig er útgengt á pallinn þaðan. Fallegt parket er á gólfum í aðalrými. Geymslupláss er í lofti fyrir ofan herbergin tvö. Annarsstaðar í rýminu er hátt til lofts og er rýmið mjög bjart og skemmtilegt. 
Á palli er skjólveggur á stórum hluta hans, heitur pottur og eins konar sólstofukúla. Í sólstofunni þyrfti að setja varanlegt gólefni. Aðeins er farið að sjá á gleri í skjólvegg á palli sem og viðnum utanhúss og á pallinum. Á palli eru einnig hlífar fyrir grill og þvottavél.
Skemmtilegur bústaður á virkilega fallegum stað, umvafinn trjám og gróðri. 

Athugið að lóðin er skráð í fasteignaskrá sem 4,0ha en skv. lóðarleigusamningi er hún 0,4ha. 

Tilboð óskast!
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.