Árskógar 1c, 700 Egilsstaðir
38.900.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sérinngangi
4 herb.
103 m2
38.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2004
Brunabótamat
39.850.000
Fasteignamat
26.400.000

INNI fasteignasala s. 580 7905 -  [email protected]
 

Ljómandi fín fjögurra herbergja íbúð á 2.hæð í vel staðsettu fjórbýli á Egilsstöðum. Sér inngangur er í íbúðina af stigapalli.
Forstofa er flísalögð sem og þvottahús og geymsla þar innaf. Úr þvottahúsi/geymslu er útgengt á svalir. Fataskápur og fatahengi er í forstofu. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, þar er fín innrétting og sturtuklefi. Þrjú svefnherbergi eru í íbúðinni og er parket á þeim öllum. Í hjónaherbergi er sjöfaldur fataskápur og tvöfaldur fataskápur í hinum herbergjunum. Stofa og eldhús eru í opnu rými, flísar eru á gólfi í eldhúsi en parket í stofu. Útgengt er úr stofu/eldhúsi út á svalir. Allar innréttingar í íbúðinni eru frá Brúnás.
Falleg og vel skipulögð eign.
Eigninni fylgir með sameiginlegt geymsluloft sem er yfir allri íbúðinni. 
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.