Skálanesgata 7, 690 Vopnafjörður
12.900.000 Kr.
Fjölbýli
4 herb.
86 m2
12.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
1978
Brunabótamat
31.500.000
Fasteignamat
12.750.000

INNI fasteignasala s. 580 7905 -  [email protected]
 

Fjögurra herbergja 86,5 m2 endaíbúð í raðhúsi á Vopnafirði. 
Komið er inní dúklagða forstofu. Nýleg útidyrahurð. Þvottahús með vaski, niðurfalli og hitakút, er innaf forstofu. Málað gólf. Þaðan er hægt að komast uppá háaloft sem er yfir allri íbúðinni. 
Stofa og hol eru í samliggjandi rými og er búið að endurnýja vegg, gluggakarma, gler og svalahurð í stofu. Parket á gólfi. Útgengt á timburpall við stofu og garður snýr til austurs. Eldhús er með upprunalegri innréttingu og plastparketi. 
Svefnherbergi eru þrjú í húsinu. Hjónaherbergi er með þreföldum fataskáp en tvö minni herbergi ekki með fataskáp. Nýtt gler er í öllum gluggum á austurhlið og gluggakarmar málaðir bæði að utan og innan. Á baðherbergi er ný innrétting sem og ný blöndunartæki í sturti. Allir gluggar (og gluggakistur) eru nýlega málaðir að innan. Veggir og loft er einnig allt nýmálað. Nýir ofnar eru í eldhúsi, barnaherbergi, forstofu og forstofuherbergi. 

Búið er að klæða og einangra suðurvegg (stafn) nýlega. Járn og timburklæðning á þaki var nýlega endurnýjað. 
Gámur er við húsið sem er nýttur sem geymslukofi. 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.