Leirubakki 10, 710 Seyðisfjörður
40.000.000 Kr.
Einbýli
6 herb.
234 m2
40.000.000
Stofur
2
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1980
Brunabótamat
63.450.000
Fasteignamat
22.900.000

INNI fasteignasala s. 580 7905 -  [email protected]
 

Vel staðsett og gott einbýlishús með fjórum svefnherbergjum og stórum bílskúr. Húsið stendur innst í botnlangagötu við Leirubakka á Seyðisfirði.
Flísar eru í forstofu og þar er hiti í gólfi. Parket er á holi og þaðan er útgengt á stóra timburverönd úr lerki (c.a. 80 m²). Parket er í stofu, borðstofu og eldhúsi. Eldri innrétting er í eldhúsi en þar hefur borðplata verið endurnýjuð og þar er ný eldavél. Parket er einnig í sjónvarpsholi og öllum fjórum svefnherbergjum. Í einu herbergi má sjá örlítil ummerki um raka við útvegg sem unnið hefur verið í og er vonandi búið að komast fyrir og hefur þakjárn t.d. verið endurnýjað. Baðherbergi er flísalagt, þar er baðkar með sturtu í og hiti er í gólfi á baðherbergi. Í þvottahúsi er málað gólf og þaðan er útgengt í bakgarð. Úr þvottahúsi er op (sem er lokað í dag) þar sem mögulegt er að koma fyrir stiga niður í bílskúr. 
Bílskúr er stór með bílhurð en annars nokkuð hrár. Við hlið bílskúrs er geymsla þar sem gólf er ófrágengið. 
Hér er um að ræða virkilega spennandi og vel staðsetta eign á Seyðisfirði sem vert er að gefa góðan gaum. 


 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.