INNI fasteignasala s. 580 7905 - [email protected]
Til sölu er Bílaverkstæði Austurlands ehf. ásamt öllum eignum félagsins. Rótgróið og öflugt fyrirtæki í góðum rekstri á Egilsstöðum. Um er að ræða öflugt bílaverkstæði ásamt bílasölu með 12 starfsmenn. Bílaverkstæði er sérlega vel útbúið og sýningarsalur bílasölu rúmgóður og bjartur.Helsta eign fyrirtækisins er húsnæðið við Miðás 2 á Egilsstöðum. Miðás 2 er byggt í fjórum hlutum, fyrsti hluti árið 1982 og síðasti hluti hússins árið 2005. Húsið er almennt í góðu ástandi þó nýjasti hluti hússins sé eins og kannski gefur að skilja í betra ástandi en sá elsti. Húsið skiptist annarsvegar í sal bifreiðaverkstæðis með lagerrými, kaffistofu, starfsmannaaðstöðu og salerni og hinsvegar í flísalagðan sýningarsal með móttöku, kaffiaðstöðu og salerni. Á verkstæði eru fimm bílhurðir og ein gryfja. Bílhurð er einnig á sýningarsal. Lóð er vel frá gengin með bundnu slitlagi og steyptri stétt framan við hús, einnig er c.a. 70 m² steypt stétt bakatil.
Ath. mögulegt er að kaupa eingöngu rekstur fyrirtækisins og öll tæki en leigja húsið.Hér er um að ræða frábært tækifæri til að hefja sjálfsstæðan rekstur á bílaverkstæði og bílasölu samhliða.