Hjallavegur 4, 730 Reyðarfjörður
43.500.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á einni hæð
5 herb.
206 m2
43.500.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1991
Brunabótamat
66.500.000
Fasteignamat
34.750.000

INNI fasteignasala s. 580 7905 -  [email protected]
 

Vel staðsett einbýlishús á einni hæð ásamt rúmgóðum bílskúr. Hellulagt bílastæði, gróinn garður og fjögur svefnherbergi.
Flísar eru í forstofu og þar er tvöfaldur fataskápur. Inn af forstofu er gestasalerni með flísum á gólfi. Stofa og borðstofa eru í nokkuð opnu rými með parket á gólfi og upptekið loft. Útgengt er úr rýminu á timburverönd í garði. Í eldhúsi eru flísar á gólfi og þar er fín innrétting . Inn af eldhúsi er þvottahús, einnig með flísum á gólfi. Geymsla er inn af þvottahúsi. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, þar er baðkar með sturtu í, ágæt innrétting og handklæðaofn. Fjögur svefnherbergi eru í húsinu, öll með parket á gólfi og ágætir fataskápar í tveimur herbergjum. Útgengt er úr einu svefnherbergi á timburverönd í garði. 
Bílskúr er flísalagður og bílhurð með sjálfvirkum opnara. Innst í bílskúr er lokuð geymsla. 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.