Blómsturvellir 3, 740 Neskaupstaður
35.600.000 Kr.
Einbýli
5 herb.
189 m2
35.600.000
Stofur
2
Svefnherbergi
5
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1967
Brunabótamat
60.050.000
Fasteignamat
32.250.000

INNI fasteignasala s. 580 7905 -  [email protected]
 

INNI fasteignasala, 580 7905, hefur fengið í einkasölu einbýlishús miðsvæðis í Neskaupstað sem er skipt í tvær aðskildar eignir í fasteignaskrá.

Íbúð á efri hæð:
Gengið er upp steyptar tröppur en undir þeim er köld geymsla. Í forstofunni eru hvítar flísar og fatahengi. Gengt forstofuni er eldhús, til vinstri er stofa og sjónvarpshol og til hægri er herbergisgangur.
 
Í eldhúsinu er keramik helluborð, ofn í vinnuhæð, vifta og pláss fyrir uppþvottavél. Úr eldhúsi er opið í borðstofu, sem er með glugga til norðurs og vesturs (nýjir gluggar 2020). Við tekur stofa í framhaldi af borðstofu með frábæru útsýni yfir fjörðinn. Nýtt gegnheilt eikarparket er í þessum rýmum.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum. Baðkar með sturtu og vaskur með hvítri innréttingu.
 
Í hjónaherbergi er gluggi til austurs, nýtt eikarparket á gólfi og fataskápur.
Í báðum barnaherbergjunum er eldra plastparketi, í þeim eru innbyggðir tvöfaldir fataskápar. Nýtt gler er í öllum svefnherbergjum. 
 
Úr svefnherbergisgangi er gengið niður stiga á neðri hæðina. Undir stiganum er ágætt geymslupláss og hurð í sameign. Þar er flísalögð forstofa, sameiginlegt þvottahús og gengið inn í íbúð á neðri hæð.

Íbúð á neðri hæð:
Á neðri hæð er 50m2 íbúð á sér fastanúmeri. Þar eru þrjú herbergi (eitt nýtist sem stofa), lítið huggulegt eldhús, baðherbergi og hitakompa. Plastparket er gólfinu. Í einu herberginu eru rakaummerki en ekki hefur lekið eftir að skipt var um glugga á efri hæðinni.
Möguleikar á góðum leigutekjum en íbúðin er í útleigu.

Bílskúr er flísalagður, djúpur með rafdrifinni hurð. Hann tilheyrir íbúðinni á efri hæðinni.
Garður er gróinn, bílaplan með möl. Frábært útsýni yfir allan fjörðinn og óhindrað útsýni upp í fjall til norðurs.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.