Strandarvegur 21, 710 Seyðisfjörður
45.000.000 Kr.
Atvinnuhús
11 herb.
1128 m2
45.000.000
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
1962
Brunabótamat
109.200.000
Fasteignamat
26.700.000

INNI fasteignasala s. 580 7905 -  [email protected]
 

Mikið endurnýjuð hús (tvö hús) sem breytt hefur verið í gistiheimili. Leyfi til gistireksturs er ekki til staðar eins og staðan er í dag. Húsin voru áður verbúðir og eru skráð sem slík hjá Þjóðskrá Íslands. Verbúðirnar hafa verið endurnýjaðar mikið og er þar í dag 13 herbergja gistiheimili ásamt tveimur íbúðum.
Nánar tiltekið er um að ræða 288 m og 215 m2 hús byggð úr steypu og timbri árið 1962 skv. fasteignskrá. Í öðru húsinu eru á efri hæð 7 herbergi, öll með sér baðherbergi og á gangi er einnig lítil geymsla, en búið er að endurnýja innihurðar. Á neðri hæð er lítil gestamóttaka, borðsalur og eldhús fyrir gesti, tvö lítil salerni með handlaug eru við gestamóttöku. Góð starfsmannaaðstaða með tveimur svefnherbergjum, baðherbergi og opnu eldhús/stofurými er einnig á neðri hæð. Þar er einnig sérinngangur fyrir starfsmenn.
Í hinu húsinu er búið að innrétta tvær íbúðir á annarri hæð, báðar með sérinngangi. Annars vegar er íbúð er með 3 svefnherbergjum, eldhúsi og sameiginlegu borðstofu/stofu rými og hinsvegar stúdíó-íbúð með lítilli eldhúsinnréttingu og baðherbergi. Flísar og parket eru á gólfum í íbúðum. Á neðri hæð eru 6 herbergi með tveimur sameiginlegum baðherbergjum. Búið að endurnýja gólfefni á gangi og 3 nýjar innihurðir. Nýtt miðlægt netöryggiskerfi hefur verið sett í húsin ásamt því að allir hurðalásar eru kerfislásar.
Búið er að endurnýja þak, útidyrahurðir og alla glugga í báðum húsum. Einnig hafa þau verið einangruð og klædd að utan með bárujárni. Aðkoma er snyrtileg en fyrir framan gistiheimilið er 605 m2 trébryggja frá 1962 skv. fasteignaskrá sem fylgir húsunum.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.