Búðavegur 39a, 750 Fáskrúðsfjörður
19.800.000 Kr.
Einbýli
4 herb.
181 m2
19.800.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1921
Brunabótamat
49.630.000
Fasteignamat
22.350.000

INNI fasteignasala s. 580 7905 -  [email protected]
 

Einbýlishús á einstökum stað við sjóinn á Fáskrúðsfirði. 3 svefnherbergi, frístandandi bílskúr og frábært útsýni. 
Húsið samanstendur af íbúð á hæð, kjallara og risi. Aðalinngangur er í íbúð á hæð. Flísar eru á forstofu og holi þar inn af. Eldhús og stofu eru í nokkuð opnu rými með parket á gólfi. Þaðan er frábært útsýni yfir fjörðinn. Baðherbergi er flísalagt og þar er hiti í gólfi. Á baðherbergi er baðkar með sturtu í. Eitt svefnherbergi er á hæðinni og þar er parket á gólfi. 
Í risi er lítið hol og tvö svefnherbergi. Parket er á holi og báðum svefnherbergjum. Gólfhalli er í risi. 
Innangengt er í kjallara, þar er ekki full lofthæð en komið er niður í ágæt rými með parket á gólfi sem nýtist sem leikherbergi. Þaðan er útgengt. Þvottahús er einnig í kjallara. Varmadæla er í húsinu.
Bílskúr er upphitaður en fremur hrár og innst í bílsúr er upphituð og lokuð geymsla. 
Húsið er klætt að utan með bárujárni og lítur nokkuð vel út. Þakjárn var endurnýjað að hluta til sumarið 2019 og málað á þeim hluta sem ekki þurfti að skipta um.
Nýtt dren við húsið var gert sumarið 2019.
Hér er um að ræða eign á fallegum útsýnisstað við sjóinn.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.