Mánatröð 19, 700 Egilsstaðir
40.500.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á einni hæð
7 herb.
196 m2
40.500.000
Stofur
2
Svefnherbergi
5
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1978
Brunabótamat
50.240.000
Fasteignamat
33.500.000

INNI fasteignasala s. 580 7905 -  [email protected]
 

Vel staðsett einbýlishús á einni hæð með fjórum til fimm svefnherbergjum og frístandandi bílskúr. Lítil íbúð er í hluta bílskúrs.
Forstofa er opin með flísum á gólfi. Nokkuð stór fataskápur er í forstofu. Í eldhúsi er parket á gólfi og flott innrétting sem endurnýjað var árið 2017. Ágætur borðkrókur er í eldhúsi. Stofa og borðstofa eru í opnu rými með parket á gólfi og útgengt er úr rýminu á timburverönd í garði. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, þar er hornbaðkar, innrétting, handklæðaofn og aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara. Hiti er í hluta af gólfi á baðherbergi. Útgengt er úr baðherbergi í bakgarð. Fjögur svefnherbergi eru í húsinu, öll með parket á gólfi og fataskápar eru í þremur herbergjum. Skipt var um sólbekki í öllum svefnherbergjum í nóvember 2019 og gluggar í herbergjum málaðir.
Bílskúr er 46,4 m² að grunnfleti og undir honum er kjallari sem er annað eins. Í hluta bílskúrs er lítil íbúð sem nú er í útleigu. Fasteignasali komst ekki í íbúðina til að skoða. 
Garður er gróinn og afar skjólsæll. Nokkuð stór timburverönd er í garði. Húsið var málað að utan árið 2011.
Húsið er vel staðsett, steinsnar skóla og íþróttamiðstöð.
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.