Fjarðarbakki 8, 710 Seyðisfjörður
18.700.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á einni hæð
5 herb.
104 m2
18.700.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1975
Brunabótamat
29.750.000
Fasteignamat
13.600.000

Einbýlishús á einni hæð með fjórum svefnherbergjum og nýlega endurnýjuðu og glæsilegu eldhúsi.
Flísar eru í forstofu og þar inn af er bæði þvottahús og geymsla með máluðu gólfi. Lúga á háaloft er í þvottahúsi. Eldhús allt endurnýjað fyrir c.a. tveimur árum. Þar er falleg Brúnás innrétting og flísar á gólfi. Parket er í stofu. Á baðherbergi er baðkar með sturti í og ágæt innrétting. Flísapanill er á baðherbergisgólfi. Fjögur svefnherbergi eru í húsinu, öll með parket á gólfi og fataskápar eru í þremur herbergjum. 
Húsið er aðeins farið að láta á sjá að utan og þyrfti að mála það fljótlega. Glugga þyrfti einnig að mála að innan. Gler í eldhúsi og stofu er orðið lélegt og gólfhalli er í tveimur herbergjum. 

Hér er um að ræða einstaklega vel skipulagt hús með fjórum svefnherbergjum og fallegu eldhús- og stofurými. 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.