Furuvellir 4, 700 Egilsstaðir
55.000.000 Kr.
Fjölbýli
8 herb.
280 m2
55.000.000
Stofur
2
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
3
Inngangur
Sér
Byggingaár
1976
Brunabótamat
83.460.000
Fasteignamat
48.700.000
Áhvílandi
28.960.368

INNI fasteignasala s. 580 7905 -  [email protected]
 

Einbýlishús á tveimur hæðum í botnlangagötu á Egilsstöðum, örstutt frá leik- og grunnskóla sem og íþróttamiðstöð og menntaskóla. Húsið er steypt og var byggt árið 1976 en við það var byggð 40 m² sólstofa árið 1992. Aðalinngangur er á efri hæð, þar er flísalögð forstofa með fimmföldum fataskáp. Lítið salerni er innaf forstofu. Parket er á holi og stofu og útgengt er úr stofu út á svalir. Arinn er í stofu. Sólstofa er eins og áður sagði 40 m², þar eru flísar á gólfi og upptekið loft, virkilega skemmtilegt rými og auðvitað er útgengt úr sólstofu í garð. Dúkur er á gólfi í eldhúsi, þar er eldri innrétting og ágætur borðkrókur. Búr er innaf eldhúsi. Fjögur herbergi eru á hæðinni. Teppi er á einu þeirra og parket á hinum þremur, þar eru líka fataskápar. Flísar eru á gólfi baðherbergis, þar er sturtuklefi og ágæt innrétting. Í holi er stigi niður á neðri hæð. Niðri er ágæt hol, þvottahús, tvö herbergi og baðherbergi með sturtu. Þar hefur verið útbúin einstaklingsíbúð þar sem annað herbergið hefur verið gert að eldhúsi. 

 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.