Austurtún 10, 700 Egilsstaðir
84.000.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á einni hæð
4 herb.
162 m2
84.000.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
2024
Brunabótamat
0
Fasteignamat
11.050.000

INNI fasteignasala s. 580 7905 -  [email protected]
 

Vel staðsett fjögurra herbergja einbýlishús með innbyggðum bílskúr í byggingu á Egilsstöðum.
Fjölskylduvæn staðsetning þar sem stutt er í grunnskóla, menntaskóla og íþróttamiðstöð. 
Mögulegt að fá húsið afhent á ýmsum byggingarstigum.


3D-myndir:
Mynd af húsinu að utan! 
Skipulag að innan!


Um er að ræða vandað hús úr steyptum samlokueiningum frá MVA. Innveggir eru einnig úr forsteyptum einingum sem og sökkull. Botnplata er steypt með gólfhita í öllum rýmum. 
Þakið er einhalla timburþak og einangrað með 220 mm steinull og klætt með tvöföldu lagi af ábræddum tjörudúk.  Þakkantur er allur klæddur með 2 mm þykkri litaðri álklæðningu.
Gluggar og hurðir eru af hæsta gæðaflokki úr álklæddu timbri og tvöföldu gleri.

Kaupandi sem kemur snemma að borðinu getur að einhverju leyti haft áhrif á efnisval innandyra.

Byggingarstig 2 – Fokhelt með grófjafnaðri lóð:
(afhending haust 2024)
Verð: 70.000.000 kr.
Þar sem húsið er úr steyptum einingum frá MVA verður það í raun komið lengra en byggingarstig 2 segir til um þar sem allir veggir verða komnir (líka allir milliveggir) með öllum raflögnum (rör) og dósum. Allir veggir hússins verða tilbúnir undir spörslun og málningu á þessu afhendingarstigi. 

Byggingarstig 3 – Tilbúið til innréttinga með grófjafnaðri lóð:
(afhending ca. janúar 2025)
Verð: 84.000.000 kr.

Byggingarstig 4: - Fullklárað hús – flotað gólf, án gólfefna með grófjafnaðri lóð:

(afhending vor 2025)
Verð: 95.000.000 kr.

Kaupandi greiðir skipulagsgjald (0,3% af brunabótamati) eftir að eignin hefur verið afhent. Reglugerð um skipulagsgjald.

Nánari upplýsingar hjá INNI fasteignasölu. 

Ein mynd sem birt er með eigninni er af sambærilegu húsi sem búið er að byggja og flutt hefur verið í. 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.