701 Egilsstaðir

  • {{img.alt}}  701 Egilsstaðir
    Opið hús 01.01.0001 00:00 - 00:00
    {{img.description}}

SALE

Verð: 29.900.000 

Sala
29.900.000 
Einbýli
104 fm
5
Herbergi
5 Svefnherbergi
2 Baðherbergi
Fjöldi hæða 1
Byggingarár 2008
Inngangur Sérinngangur
Bílskúr Nei
Lyfta Nei
Fasteignamat 15.750.000 
Brunabótamat 31.400.000 

INNI fasteignasala s.580 7905.
Einstakt tækifæri í ferðaþjónustu. Fullbúið gistiheimili í fullum rekstri á frábærum útsýnisstað á Fljótsdalshéraði, c.a. 27 km. frá Egilsstöðum. Húsið var byggt árið 2008 og er í mjög góðu ástandi. Allt innbú sem er í húsinu fylgir með í kaupunum. Falleg gönguleið er merkt upp frá húsinu.
Bókanir fyrir sumarið 2018 hafa farið mjög vel af stað og lítur út fyrir að sumarið verði fullbókað. Allar bókanir fylgja með eigninni.


Húsið er klætt að utan með bárujárni. Stór timburverönd með litlum gosbrunni er við húsið og er veröndin yfirbyggð og með veggjum klæddum með plexigleri og eru stólar og borð fyrir 13 manns í sólskálanum. Á verönd er móttaka og lítið salerni. 
Þegar farið er inn í húsið er komið í fallega setustofu í gömlum stíl, þar er parket á gólfi. Eldhús er þar við hliðina, þar eru flísar, fín innrétting, nýlegur ísskápur og ný uppþvottavél. Í eldhúsi eru sæti fyrir 8 manns. Á herbergjagangi eru tvö baðherbergi, bæði með hita í gólfi og flísum. Annað baðherbergið er mjög rúmgott með stóru hornbaðkari með sturtu í og handklæðaofni. Hitt baðherbergið er minna en með litlu baðkari með sturtu í. Fimm svefnherbergi eru í húsinu, öll með parket á gólfi, fataskáp og sjónvarpi. þrjú herbergjanna eru tveggja manna, eitt er þriggja manna og eitt er fyrir fjóra, úr því herbergi er útgengt á litla timburverönd.
Góð hljóðeinangrun er í öllum veggjum og netsamband er mjög gott. 

Rétt ofan við húsið stendur gamalt útihús (ekki á skrá hjá Þjóðskrá Íslands) sem nýtist vel í eitt og annað og bíður upp á mikla möguleika í rekstrinum. Þaksperrur hafa verið endurnýjaðar en húsið er óeinangrað og klætt með bárujárni fyrir utan þvottaaðstöðu sem hefur verið hólfuð af og einangruð í einu horni hússins. 
Gamall húsbíll í góðu ástandi getur líka fylgt með í kaupunum ef um semst. Bíllin er gamall og ber það með sér að einhverju leiti en hann ríkur í gang og í honum er helluborð, ísskápur, lesljós, loftræsting og rúmpláss fyrir 2-3.

Verð aðeins: 29,9 milljónir!

{{type.name}}

{{type.distance | portalLocalityDistance}} , {{type.travelTime}}

Götusýn er ekki í boði á þessum stað