Fasteignasalan Inni
, 700 Egilsstaðir
 • Verð: 300.000   
 • Verð á fm: 1.402   
 • Stærð: 214 m2  
 • Tegund: Einbýli  
 • Samtals Herbergi: 5  
 • Baðherbergi: 2  
 • Stofur: 1  
 • Svefnherbergi: 4  
 •  
 •  
 •  
 •  
 • Sigurður Magnússon
 • INNI fasteignasala
 • Sími :
 • Skrifstofa : 580 7907
 • Netfang : sigurdur@inni.is

INNI fasteignasala s.580 7905.
Glæsilegt U-laga einbýlishús á einni hæð ásamt frístandandi bílskúr. Fullbúin og vönduð eign með fjórum svefnherbergjum, frábæru útsýni og stórri timburverönd með heitum potti. Stórt bílastæði, er hellulagt og með snjóbræðslukerfi, sem og aðkoma að húsi. Húsið er að mestu klætt að utan með áli og því viðhaldslítið, en einnig með vönduðum harðviði. Álklæddir timburgluggar eru í öllu húsinu. Málmklæðning er á þaki íbúðarhúss en tjöruþakdúkur á bílskúr.

Flísar eru á forstofu og þar er tvöfaldur fataskápur. Inn af forstofu er flísalagt salerni. Stór rennihurð er milli forstofu og gangs sem tengir tvo vængi hússins. Í öðrum væng hússins eru stofa og eldhús í opnu rými. Í rýminu er talsverð lofthæð, stórir, gólfsíðir gluggar og einstakt útsýni er í átt að Fjarðarheiði og Eyvindará. Úr rýminu er útgengt á stóra timburverönd, bæði á verönd aftan við húsið og verönd í miðju U-sins. Skjólveggir eru úr harðviði í sama stíl og harðviðarklæðning á húsi. Eikarparket er á gólfi í stofu en flísar í eldhúsi. Vönduð innrétting er í eldhúsi en allar innréttingar í húsinu eru frá Brúnás innréttingum. Eldhústæki (helluborð og ofn) eru frá AEG. Eikarhurðir frá Húsasmiðjunni í öllu húsinu, þ.m.t. rennihurðir. Sérsniðnar strimla- og rúllugardínur í öllu húsinu frá Álnabæ. Inn af eldhúsi er þvottahús og búr/geymsla, gólf flísalögð. Útgengt er úr þvottahúsi og stutt í þvottasnúrur. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf. Þar er bæði baðkar og sturtuklefi, handklæðaofn og rúmgóð innrétting. Úr baðherbergi er útgengt (þvert yfir gang) út á timburverönd í miðju U-sins með heitum potti. Í herbergjaálmu eru fjögur rúmgóð svefnherbergi, öll með samskonar eikarparketi og í öðrum rýmum hússins. Þrefaldur fataskápur er í hjónaherbergi en einfaldur skápur í barnaherbergjum. Stærsta barnaherbergið er það rúmgott að það getur einnig hentað vel sem sjónvarpsherbergi og skrifstofa. Í bílskúr er málað gólf, þar er bílhurð með sjálfvirkum opnara, auk sérstakrar inngönguhurðar gegnt aðaldyrum hússins. Innst í bílskúr er lítið herbergi með stórum hornglugga, eikarhurð og plastparket á gólfi, herbergið getur ekki síður nýst sem skrifstofa en lokuð geymsla.

Hér er um að ræða einstaklega fallegt, stílhreint og vel skipulagt hús með sælureit/timburverönd í hjarta hússins og sérlega góðu útsýni. Vel staðsett m.t.t. grunnskóla, menntaskóla, íþróttahúss og sundlaugar.

Leiga á húsinu kemur til greina!