Fasteignasalan Inni
, 700 Egilsstaðir
 • Verð: Hringið fyrir verð  
 • Verð á fm: Hringið fyrir verð  
 • Stærð: 134 m2  
 • Tegund: Einbýli  
 • Samtals Herbergi: 0  
 • Baðherbergi: 0  
 • Stofur: 0  
 • Svefnherbergi: 0  
 •  
 •  
 •  
 •  
 • Sigurður Magnússon
 • INNI fasteignasala
 • Sími :
 • Skrifstofa : 580 7907
 • Netfang : sigurdur@inni.is

INNI fasteignasala s.580 7905.

Til sölu er veitingastaðurinn Café Nielsen á Egilsstöðum, um er að ræða húsnæði og rekstur staðarins. Óhætt er að segja að hér sé um að ræða einn af betri veitingastöðum Austurlands og þó víðar væri leitað. 1996 hóf Café Nielsen starfsemi en núverandi eigendur tóku við staðnum 2005 og hefur starfsemi staðarinns farið vaxandi alla tíð. Café Nielsen er í hjarta Egilsstaða í einstaklega fallegu umhverfi, umvafið skjólríkum trjágróðri. Stór timburpallur er við húsið og afar vinsælt að borða úti á góðviðrisdögum en pallurinn rúmar a.m.k. 50 manns í sæti. Veitingastaðurinn sjálfur er á tveimur hæðum og þar er einnig leyfi fyrir um 50 manns í sæti.

Allir sem komið hafa við á Café Nielsen, hvort heldur sem er að fá sér kaffi og köku eða snæða dýrindis hreindýrasteik þekkja það frábæra andrúmsloft sem þar er. Veitingastaðurinn er rekin í elsta húsi Egilsstaða og hefur mikið verið lagt upp úr því að skapa skemmtilega stemmingu á staðnum og óhætt er að segja að þetta gamla og virðulega hús í hjarta bæjarins eigi stóran þátt í því.

Á neðri hæð hússins eru upp undir 20 sæti, þar er lítill bar/afgreiðsla sem og salernisaðstaða. Vel útbúið eldhús er á neðri hæð. Á efri hæð er afar notalegur salur undir súð sem rúmar 32 sæti. Útgengt er úr sal á efri hæð út á litlar svalir. Innaf sal uppi er skrifstofa sem og starfsmannaaðstaða s.s. salerni og sturta.

Einstakt tækifæri að ræða fyrir kraftmikið fólk sem vill hefja eigin rekstur.