700 Egilsstaðir

  • {{img.alt}}  700 Egilsstaðir
    Open house 01.01.0001 00:00 - 00:00
    {{img.description}}

SALE

Price: 53.900.000 

Sale
53.900.000 
Einbýli
227 m2
5
Rooms
4 Bedrooms
1 Living Rooms
2 Bathrooms
Number of floors 1
Year Built 2008
Entrance Sérinngangur
Garage Yes ( 56 m2 )
Elevator No
Property Appraisal 41.050.000 
Fire Appraisal 65.950.000 

INNI fasteignasala s.580 7905.
Glæsilegt einbýlishús á einni hæð með innbyggðum bílskúr við Hamra 18 á Egilsstöðum. Húsið var byggt árið 2008 og stendur í nýlegu íbúðahverfi. Um er að ræða timburhús sem klætt er að utan með sérstakri múrsteinahleðslu. Bílastæði er hellulagt og með hitalögnum og hellulögð verönd er við þrjár hliðar hússins. Flísar eru á öllum gólfum nema herbergjum, þar er parket og er hiti í öllum gólfum. Fjórfaldur fataskápur er í forstofu og innaf forstofu er lítið baðherbergi með sturtu, innréttingu og handklæðaofni. Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf. Innangengt er í bílskúr úr forstofu. Bílskúr er mjög stór (56 m²), þar er upptekið loft og milliloft. Upptekið loft er í stofu og úr stofugluggum er gott útsýni. Mjög rúmgott eldhús er í húsinu og er þaðan útgengt út á verönd í garði. Fjögur svefnherbergi eru í húsinu og eru tvö þeirra með uppteknu lofti sem býður upp á ýmsa möguleika. Annað baðherbergi er í herbergjaálmu og er það líka flísalagt í hólf og gólf. Þar er bæði baðkar og sturta sem og handklæðaofn og flott innrétting. Innrétting er í þvottahúsi og er þaðan útgengt í bakgarð. 
Hér er eins og áður sagði um að ræða glæsilegt einbýlishús á einni hæð við enda botnlangagötu og í sérstaklega fallegu umhverfi.


{{type.name}}

{{type.distance | portalLocalityDistance}} , {{type.travelTime}}

Street view not available at this location